Kveðja til pabba

Mig langaði að eiga textann að laginu sem ég samdi til pabba fyrir jarðarförina hans hérna inni á blogginu mínu.

Svo hér er hann.


Kveðja


Í ljóstýru ligg ég í faðminum þínum

hlýjunni umlukin sef ég í ró.

Þú verndari ástar í öryggi  mínu

Þú engill ljóss sem með hjartanu sá.


Í ævintýraheimi við krakkarnir lékum

reglurnar engar og ímyndun réð.

Af náð þinni máttum við allt, engum kennt um,

þú naust þess og gast ekki neitt að því séð.


Það fór fyrir brjóstið á mömmu þó stundum

að reglurnar vær’ ekki virtar í raun.

En oft er svo gaman að óhlýðnisfundum

í mómenti lifa’ og fá gleði í laun.


Þó seinna meir ljósið sem áður þú áttir

í felur það færi og öryggið brást,

í sál þinni bjó það þó ávallt, og kættir

þú margan með ljúfmennsku, sögum og ást.


Þú kenndir mér margskonar hluti um lífið

Með góðmennsku, gjöfum og reglum og þér.

Með myrkrinu lærðum að halda þó í við

þann þroska sem áfram má vinna í sér.


Nú kveðjum þig, Gummi, með söknuð í hjarta

og minningar umlykja’ um ástir og frið

við syrgjum þig ungan með framtíð svo bjarta

En lífið er hverfult, og sátt finnum við


Allt hefur sinn tilgang, það eitt er víst

við getum ei annað en þakkað þér allt

sem gafst okkur Gummi af einskærri list

það góða og slæma, það gefur víst allt.


Við ósk þína virðum og gefum þér frið

og þökkum svo djúpt fyrir sættir og ró

sem síðustu mánuðir gáfu að lið

Og áfram við gefum það ljós sem í þér bjó.





 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband