Útlitsdýrkun - BLESS!!!

P1020025

Hvað felst í orðinu útlitsdýrkun? Þýðir það að maður hugsar meira um útlitið en allt annað og mestur hluti tíma manns fer í áhyggjur af því hversu fallegur maður sé? Já það held ég bara. En þetta er þó aðeins flóknara að mínu mati.

IMG 8602 copy

Ég var haldin gífurlegri útlitsdýrkun. Hún beindist að mestu gagnvart sjálfri mér en ég setti "fallegt fólk" á stall og þótti "minna fallegt fólk" óæðra. Mikill tími og orka fóru í að öðlast útlit sem mér þótti ákjósanlegt og þegar það ekki tókst þótti mér ég EINSKIS VIRÐI. Nú hef ég komist að því að þetta er órökréttur hugsunarháttur. Það er fullkomlega eðlilegt og mannlegt að vera "fallegri" suma daga en aðra. Ég set orðið fallegur í gæsalappir vegna þess að hugmynd mín um fegurð hefur breyst töluvert síðan ég fór að reyna að brjóta mig út úr þessum hugsunarhætti. Samkvæmt þessum nýju hugmyndum mínum tel ég að allir séu fallegir. Og sú vinsæla setning, fegurðin kemur að innan, þykir mér um margt sönn. Þegar fólk elskar sig sjálft, sýnir sjálfum sér og öðrum umburðarlyndi og virðingu....... vá.... Þá er hreinlega eins og fólk glói af fegurð!

Vala show must go on sætIMG 8585 copy

Hugmynd mín um fegurð var, eins og líklega á við um flesta, miðuð við staðla sem settir hafa verið af fjölmiðlum. Hávaxið, grannvaxið fólk með há kinnbein, langar lappir, fullkomið hár, fullkomna húð og flatan maga. Konur með þykkar varir, plokkaðar augnbrúnir, helst málaðar - samt ekki of mikið (líta út fyrir að vera "náttúrulega fallegar" með aðstoð make-ups). 

P1020024vala brosP1020065

Ég passa inn í nokkra af þessum stöðlum. Ég er hávaxin, grannvaxin, með langa leggi og fallegt hár, þykkar varir og há kinnbein. Ég var aldrei með flatan maga, hárið mitt var aldrei neitt svakalega spes og ég hef verið með alvarleg húðvandamál síðan ég var unglingur. Ég er 30 ára í dag og er enn að glíma við svæsnar unglingabólur. Ég þarf að passa gífurlega hvað ég borða, hvað ég set á andlitið á mér og hvernig ég hirði um húðina. Í dag er ég mjög ánægð með hárið mitt. Fyrir nokkrum árum tók ég þá ákvörðun að leyfa því að vera eins náttúrulegu og hægt væri. Ég læt klippa hárið þannig að náttúrulegir eiginleikar þess fá að njóta sín, og ég hætti að lita það. Ég er að læra að vera sátt við mallann minn, krúttið mitt. Greyjið, ég hef staðið í stríði við hann síðan ég var 12 ára. Hann er nokkuð flatur í dag, en hann breytist mikið dag frá degi. Ef ég er stressuð þá blæs ég út og verð eins og ég sé ólétt, ef ég borða eitthvað sem fer illa í mig, sef illa eða er á túr, þá verður hann svona mjúkur og stór og það myndast einskonar fellingar og kekkir í fituna á maganum. Ég er næstum því farin að elska magann minn þegar hann er beinn og fínn. Næstum því. En þegar hann er það ekki þá er ég voðalega vond við greyjið. En ég er að vanda mig. Mér var ráðlagt að standa fyrir framan spegilinn í engu nema nærbuxum og horfa á líkamann minn og hugsa hvað hann sé fallegur. Sama hversu "fallegur" hann er í raun (sbr. staðla fjölmiðla!!) - Þetta kann að hljóma furðulegt, en þetta virkar! Ég mæli með þessu :)

Vala syngja teP1020034Í dag þykir mér útlitsdýrkun hafa snúist upp í andstæðu sína. Að sífellt sé verið að predika að það "eigi að borða nógu mikið" og "ekki svelta sig", og maður "eigi ekki að vera of grannur"!!! Ég þoli ekki þetta orð "eiga að"!!! Þetta er eitt hættulegasta orð sem ég hef kynnst á ævinni! Ég hef þurft að losa mig við allskonar "átt að" sem hinir og þessir hafa sagt við mig á lífsleiðinni. Ég hef bitið í mig að þetta sé hin gullna regla og ef ég færi ekki eftir henni þá gerðist eitthvað HRÆÐILEGT! Hugsið ykkur óttann! Þetta er ekki hollt!IMG 8587 copy

 

 

P1020064

Í dag einbeiti ég mér að því að HLUSTA Á SJÁLFA MIG. Hlusta á líkama og sál. Hvað þarf ég NÚNA? Og veita mér það. Og smám saman er ég að taka hænuskref í átt til þess að verða sú sem ég vil vera. Sú sem ég ER!! Sú sem ég er innst inni en er búin að ýta henni lengst út í horn og nánast kæfa með "átt að" staðhæfingum sem öskruðu á hana þar til hún skrapp saman í ekki neitt! Og ég heyrði ekki í henni lengur!!!!

P1020047

Sem dæmi um þetta get ég sagt frá því þegar ég stóð eitt sinn við spegilinn sem barn, ca. 4-6 ára og DÁÐIST AÐ ÞVÍ HVAÐ ÉG VAR FALLEG!!! Hugsið ykkur fegurðina í litlu barni!! Og ég sá það! Og fannst það gaman. Mér fannst gaman að velta fyrir mér andliti mínu og augum og dást að þessu. Það er kraftaverk að við séum á lífi, með andlit, nef, augu, eyru. Megum við ekki bara dást að þessu og þakka fyrir þetta? 

IMG 8562 copyP1020044

En móðir mín er mikill feministi og finnst ekki að maður eigi að hugsa um útlit svo hún sagði við mig: "Vala hættu að horfa svona mikið á þig í spegli, maður á ekki alltaf að vera að horfa á sjálfan sig í speglinum!" ...............

...."Á ekki að".....

Þessi setning sat í mér. Ég man ennþá eftir þessu. Tuttugu og eitthvað árum síðar...

Það finnst mér svakalegt.

En móðir mín gerði ekkert rangt, hún ól mig upp samkvæmt eigin hugsjónum og trú á lífið og tilveruna. Ég er hinsvegar þeirrar skoðunar að við "eigum að" leyfa börnunum okkar að vera egóistar vegna þess að við erum ALLTAF að rífa okkur niður og það reynist okkur svo erfitt að hugsa jákvætt um okkur sjálf. En við "eigum að" hugsa fallegt til okkar sjálfra og annarra :) 

... Þetta er snúið en það er hægt!!

P1020045

 

En hver er hugmynd okkar um fegurð ef við náum að af-heilaþvo skoðanir fjölmiðla? Ég er viss um að skoðanirnar eru eins margar og við erum mörg. Mér þykir fallegt að vera grannur. Mér þykir náttúrulegt að vera grannur. Í náttúrunni þurftum við virkilega að vinna fyrir því að finna okkur mat og það var sko ekki í stórum skömmtum. Mér þykir ekkert að því að finnast fallegt að vera grannur. En nú er, að mínu mati, nánast orðið tabú að hafa þessa skoðun. Ég var á tímabili farin að halda að það væri betra að vera með aukafitu á líkamanum. Staðreyndin er sú að hinn vestræni heimur er sífellt að glíma við meiri offituvandamál. Samkvæmt mínum skoðunum má rekja þetta til þess lífsstílsmynsturs sem nútímasamfélag af okkur krefst. Við lifum í svo miklu stressi og pressu á að "standa okkur" og "gera allt rétt", ná að tékka í alla réttu kassana á réttum tíma. Starf, íbúð, maður, barn - tékk!! Við gleymum að hlusta á þarfir okkar. Og systemið okkar fer í köku. Svo við förum og borðum. Þetta er mín reynsla. Núna þegar ég hef verið að hlusta á líkama minn og innsæi þá er mataræðið lítið vandamál. En þetta gengur auðvitað í bylgjum.

P1020048 

 

 

 

Mig langar að vera grönn. En mig langar ekki að vera í svelti. Mig langar að vera "náttúrulega grönn", þeas; MIG LANGAR AÐ VERA MEÐ LÍKAMANN SEM NÁTTÚRAN GAF MÉR. Ef ég treð í mig óhollustu sem líkaminn nær ekki að vinna úr þá er ég ekki með líkamann sem náttúran gaf mér vegna þess að ég er að kæfa sjálfa mig í mat. En stundum þarf maður að gera þetta og það er allt í lagi. Ég er ekki að dæma það. En samkvæmt minni reynslu er það ónáttúrulegt og óhollt. Mér líður aldrei vel eftir á og er jafnvel slæm í maganum í nokkrar vikur á eftir. (Ef ég neita líkama mínum um næringu sem hann þarf á að halda, og held inni maganum svo ég get ekki andað djúpt, til þess að reyna að vera með líkama sem ég ekki er með, þá er ég heldur ekki með líkamann sem náttúran gaf mér. Ég hef þurft að læra inn á þetta smám saman. Finna ákveðið jafnvægi.)

Photo on 8 25 12 at 2.22 AM #3P1020046

 

En líkaminn minn á eftir að breytast. Núna er ég 30 ára. Hann verður öðruvísi þegar ég er 40 ára. Og 50, 60, 70, 80, og 90, 100 ef ég er heppin. En hann heldur áfram að vera fallegur. Allir líkamar eru fallegir!!!

P1020058

 

Hættum að skipta okkur af öðrum og hlustum á okkur sjálf!!!!!!! Hættum að segja öðrum hvernig þeir eigi að haga sér, hreyfa sig, borða og líta út. Horfum á okkur sjálf, elskum okkur sjálf NÁKVÆMLEGA EINS OG VIÐ ERUM Í DAG, þökkum fyrir að eiga þennan líkama sem gerir svo ótrúlega margt fyrir okkur. Og komum svo fram við líkama og sál af virðingu og munum að elska okkur sjálf. <3

Vala Holly golightly

 

 

P1020037P1020057

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

P.s. myndirnar setti ég inn til þess að brjóta mig út úr fegðurðarstöðlum og útlisdýrkun!!!

P1020055P1020040P1020049

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Verð að segja eftir að hafa lesið þennan pistil hjá þér og séð myndirnar að þú þarft ekkert að skammast þín fyrir útlitið.  Myndi allavega ekki hika við að reyna við þig ef aðstæður biðu uppá það.  Og að lokum geðveikt sexy malli :)

Einar Vidarsson (IP-tala skráð) 26.3.2014 kl. 16:14

2 identicon

Haha já þakka þér fyrir það. Ástæðan fyrir að ég setti myndirnar inn og skrifaði pistilinn var þó ekki vegna þess að ég þurfi að skammast mín fyrir útlit mitt, þvert á móti þá finnst mér bara fáránlegt hvað útlit skiptir miklu máli í samfélaginu okkar. Ég hef ákveðið útlit sem er "í tísku" í dag og ég get gert út á það, og gerði það í langan tíma, en ég var orðin leið á að vera þræll útlitsdýrkunar og háð því hvernig annað fólk horfði á mig. Ég fæ t.d. mjög mismunandi viðbrögð eftir því hvernig ég er klædd og hvort ég er máluð eða ekki. En við manneskjunar löðumst að fegurð og það er ekkert að því og ekki hægt að breyta því held ég. En það er kannski hægt að minnka pressuna á að líta út eins fullkominn og hægt er.

Mig langar bara að við getum öll verið sátt við okkur sjálf alveg eins og við erum, og fagnað fjölbreytileikanum bæði hvað varðar útlit, hæfileika og persónuleika. Í stað þess að reyna að steypa okkur í sama mótið eins og vill soldið verða í dag.

vala yates (IP-tala skráð) 11.5.2014 kl. 03:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband