Ástar-ótti... Nýja fóbían??

Ég las þessa grein í kvöld: http://thoughtcatalog.com/ryan-oconnell/2012/12/you-need-to-go-after-the-things-you-want/

Hún fjallar um það hversu tilfinningalega dofin við erum orðin til þess að standast kröfur deit-menningarinnar. Við eigum alltaf að virka svo cool, róleg og yfirveguð, annars erum við álitin geðveik, needy eða of tilfinningasöm. Sem kallar á þau viðbrögð að við deyfum tilfinningar okkar til þess að þær séu ekki of skýrar. Og höfum svo ekki hugmynd um hvað hinum aðilanum býr í brjósti af því hann er að gera slíkt hið sama. Hvenær varð eiginlega glæpur að búa yfir tilfinningum? Eins og fram kemur í greininni þá er það augljóslega hluti af því að vera manneskja að eiga frekar stórann bakpoka fullann af allskonar tilfinningum. Mörg okkar kunna ekki einu sinni á þessar tilfinningar lengur, svo aftengd erum við orðin. Við vitum ekki hvernig okkur líður, hvað við viljum, og höfum ekki hugmynd um það hvernig við eigum að bregðast við ef einhver annar þorir að sýna sínar tilfinningar! Það er eins og það sé búið að hleypa út einhverju risastóru leyndarmáli sem við höfum eytt rosalegri vinnu í að halda leyndu. (psst! "Við erum tilfinningaverur".) 

Afhverju erum við svona hrædd við að elska? Það eina sem mér dettur í hug er að við getum átt það á hættu að særast. Jú, það er vissulega frekar óskemmtileg lífsreynsla. En það er einmitt það. Það er lífsREYNSLA. Það er hluti af því að vera manneskja. Hluti af lífinu. Og verður líka til þess að við þroskumst. Ef við kjósum að takast á við særindin en ekki hlaupa burt frá þeim á einhvern hátt (með áfengi, eiturlyfjum, kynlífi, nammi osfrv.) 

Ég hef gert sjálfa mig auðsæranlega oftar en einu sinni, og oftar en einu sinni hef ég særst á því. Og lokað mér aðeins meira eftir hvert sár í von um að læra "leikinn" og snúa á örlögin, koma í veg fyrir að særast aftur. Og þó hef ég gert það aftur, gert mig auðsæranlega, eftir þessar afdrifaríku ákvarðanir, og særst. Aftur. Ég held að ég sé bara frekar mikil tilfinningavera. Ég bara get ekki læst hjartanu endanlega inni í geymslu - það sleppur alltaf út ... :)

En svo þegar strákur þorir að sýna mér athygli þá hleyp ég yfirleitt í hina áttina! Hvað er það eiginlega? Og ég veit fyrir víst að ég er alls ekki ein. Ég held að örugglega svona 99% vinkvenna minna og kunningja séu á sama máli. Og við bara skiljum þetta ekki!

En eru þetta ekki bara tvær afleiðingar af einu og sama vandamálinu? Við erum hrædd við að elska.

Geri hver það sem hann vill, en ég ætla að æfa mig í að vera óhræddari við að sýna tilfinningar mínar :)

Ég held að ef við gerðum það öll yrði heimurinn að ögn betri vistarverum <3 

Ást og friður! 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband