Stelpudrama

Hvað er stelpudrama? Afhverju lendum við stelpurnar í því að þurfa að takast á við hluti á þennan hátt? Ég hef lent í nokkrum stelpudrömum á lífsleiðinni. Þeim lauk þó sem betur fer fyrir mörgum árum vegna þess að ég og vinkonur mínar höfum þroskast upp úr þessum "kjánaskap". Eða það hélt ég.

Án þess að fara út í smáatriði þá lenti ég í einu heljarinnar stelpudrama fyrir nokkrum vikum þar sem stelpuhópurinn splundraðist og allir í fílu út í einhvern. Nánast allir karlmenn sem ég sagði frá þessu brugðust við á sama hátt. Þeim virtist ekki finnast þetta neitt mál. En málið er að svona hlutir eru rosalega erfiðir, særandi og taka andlega mikið á. Það að vera í vinahóp þar sem ákveðnir einstaklingar "stjórna" hópnum er álíka tilfinning eins og að vera í ofbeldissambandi. Því þetta má vel kalla andlegt ofbeldi. Þetta er líka svipað og að vera í alkóhólista-fjölskyldu, þar sem "stjórnandinn" tekur á sig hlutverk alkans, og allir hinir eru fjölskyldan hans, aðstandendurnir sem hlaupa í hringi ef "stjórnandinn" geltir. 

Ég fór að spá í þessu, hvað karlmenn virðast ekki skilja hversu alvarlegt þetta geti verið. Ég gerði sjálf grín að þessu að sagði "æi ég er að standa í einhverju stelpu-drama" eins og þetta væri afar saklaust. En það var það ekki. Ég svaf illa og þetta hafði mikil áhrif á mig. En það má velta upp þeirri spurningu hvort við viljum standa í þessháttar "veseni" og í mínu tilfelli tók ég þá ákvörðun að það væri komið nóg af drama í mitt líf án þess að ég veldi mér vini sem biðu upp á meiri dramatík. Því er ég ekki lengur í þessum vinskap. Það er mín leið til að hætta þessari "vitleysu" og velja líf án stelpu-drama. Ég vel mér stelpur í mitt líf sem eru sammála um að slíkt sé óþarfi og skaðlegt. Ég vel mér stelpur í mitt líf sem vilja elska og styðja vini sína, ekki rífa þá niður.

 

En afhverju gerum við þetta? Af hverju leysum við stelpurnar okkar mál á þennan hátt? Á þann hátt sem vekur hjá strákunum hlátur og undrun yfir þessari "vitleysu"? Ég er með smá kenningu...

Það er opinbert og viðurkennt að karlmenn eru keppnisdýr. Þeir keppast. Það er það sem þeir gera og það er allt í lagi. Og þeir vilja gera það. Einhvern tíma var mér bent á að þegar litlir strákar rífist fari þeir einfaldlega í slag og þegar slagurinn er búinn standi þeir eftir sem vinir eins og ekkert hafi í skorist. En stelpur baktala hverja aðra og koma öðrum í hópnum upp á móti hvorri annari. Svo þeirra rifrildi eru "undir rós", ekki á yfirborðinu. Og standa oft yfir í mun lengri tíma og valda öllum viðstöddum andlegum kvölum. 

 

Mín hugmynd er sú, að vegna þess að karlmenn mega og EIGA AÐ keppast samkvæmt hugmyndum samfélagsins þá geti þeir útkljáð mál sín á mun "skynsamari" hátt en konurnar. Vegna þess að við konur erum aldar upp til þess að vera "góðar, ljúfar, skilningsríkar.."  og þar frameftir götunum. Hvort sem við erum í raun "aldar upp" með þetta fyrir augum eður ei, eins og í mínu tilfelli þar sem ég var síður en svo alin upp til þess að bera þessa eiginleika, en samfélagið setti svoleiðis stimpil á mig í gegn um tímann að ég var orðin lituð af þessum eiginleikum allt í gegn, jafnvel án þess að gera mér grein fyrir því, eða áhrifum samfélagsins á mig. Engu að síður eru þetta eiginleikar sem við margar hverjar "pikkum upp" á lífsleiðinni að séu ákjósanlegir eiginleikar. Móður minni var jafnvel kennt af sinni móður að hún "yrði að vera" manipulative til þess að fá sínu framgengt! Þetta var viðurkennt í þá daga, að minnsta kosti á meðal kvenna, að þær yrðu að vera manipulative, því þannig gætu þær stjórnað. Ekki með því að segja bara hvað þær vildu líkt og körlunum var kennt.

Kannski þetta sé ástæðan fyrir þessari furðulegu tilnheigingu kvenmanna til að útkljá mál sín. Við "megum ekki" keppast, við "megum ekki" vera agressívar. Við "þurfum að vera" ljúfar, góðar og skilningsríkar. Þessvegna getum við brosað á yfirborðinu en verið algjörar "tíkur" undir niðri..... ???

 

... Þetta er hugleiðing ... :)

Hvað finnst ykkur? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband