Elsku pabbi minn

Elsku pabbi minn

Ég trúi ekki að þú sért farinn. Þú ert einhvern vegin allt í kring. Hluti af mér. Hluti af bræðrum mínum, sonum þínum sem þú elskaðir svo mikið. Hluti af bræðrum þínum. Ég man eftir sögunum sem þú sagðir mér af þér og bræðrum þínum þegar þið voruð strákar. Og afa. Pabba þínum. Hvað hann kenndi ykkur mikið. Þú leist svo mikið upp til pabba þíns. Þér fannst hann svo frábær pabbi. Ég skil núna að það er líka af því að amma kom illa fram við þig svo pabbi þinn var öruglega svona kletturinn þinn. Hann var fyrirmyndin þín. Ég man þegar við vorum börn, hvernig þú gerðir hluti með okkur sem pabbi þinn hafði gert með þér. Þú last fyrir okkur íslendingasögurnar. Svo man ég líka þegar þú last með okkur andrésblöð á dönsku. Þú þýddir þau fyrir okkur og gerðir það listavel. Þú lékst meira að segja raddirnar. Þú varst alltaf góður í því að lesa fyrir okkur. Ég man að okkur fannst miklu skemmtilegra þegar þú last fyrir okkur en þegar mamma las fyrir okkur af því þú lékst raddirnar en mamma gerði það ekki.

Þú fórst líka með okkur í fjallgöngur og göngutúra í náttúrunni. Og sagðir okkur hvað fjöllin í kring hétu og hvað blómin hétu og hvað steinarnir hétu. Ég tók því sem sjálfsögðum hlut þá. Ég hélt að allir pabbar vissu hvað öll fjöllin hétu, hvað öll blómin hétu og allir steinarnir. En ég geri mér grein fyrir því núna að það gera það ekki allir pabbar. Ég dáist að þessu. Þú varst svo klár pabbi. Þú varst einstaklega klár. Og fyrir það er ég þakklát pabbi minn. Ég er þakklát fyrir að þú hafir gefið mér genin þín því ég er líka klár pabbi, veistu það? Ég held þú vitir það alveg, enda varstu alltaf einstaklega stoltur faðir og stuðningsríkur. Þú vildir okkur alltaf það besta, þú vildir alltaf fyrst og fremst að okkur liði vel. Þú settir aldrei neina pressu á okkur að við yrðum að standa okkur vel og fyrir það er ég þakklát. Þú vildir bara að við værum hamingjusöm og leyfðir okkur alveg að ákveða hvað við vildum gera í lífinu og studdir okkur alveg heilshugar alla leið í því sem við ákváðum að gera. Það er einstakt pabbi minn. Þú varst einstakur, veistu það?

Ég vildi það elsku pabbi minn að þú vissir það. Að þú vissir hvað þú varst hæfileikaríkur og klár. Og góður maður. Ég vildi að þú hefðir haft kjarkinn og styrkinn til að takast á við myrkrið sem þú barðist við alla æfi. Ég tók aldrei eftir vanlíðan þinni fyrr en ég var að verða unglingur. En hún varð augljósari með hverju árinu og myrkrið smitaði út frá sér. Við lenntum í hringiðu sem við gátum ekki stjórnað eða skilið. Það er ekki þér að kenna elsku pabbi minn. Ég var svo reið út í þig í langan tíma. Ég var bara barn og ég skildi þetta ekki. Ég sá bara hvað þú gerðir og sagðir og skildi ekki að þú varst að gera þetta og segja þetta af því myrkrið var orðið sterkara en þú. Að það var ekki þú sem varst að segja þetta og gera þetta heldur myrkrið sem gleypti fallegu sálina þína. Að það síðasta sem þú vildir gera var að særa mig og bræður mína og mömmu mína. En það gerðir þú pabbi minn. Og við vorum öll svo reið út í þig. Svo ótrúlega reið, pabbi minn. Og ég lokaði á þig pabbi. Mér fannst að þú ættir líka að þjást eins og ég þjáðist af þínum völdum. Mér fannst þú ekki eiga skilið ást mína. Mér var illt í sálinni og ég vildi að þér væri líka illt í sálinni. Svo illt, pabbi. Ég óskaði þess. Svo heitt. Svo lengi. Það er sárt að hugsa til þess pabbi minn að ég hafi viljað að þú þjáðist. 

 

En það sem ég gerði mér ekki grein fyrir þá var að þú varst að þjást. Og það var þessvegna sem þú gerðir þessa hluti og sagðir þessa hluti. Vegna þess að þú elskaðir okkur meira en lífið sjálft, og ég finn það í sálinni minni að það er satt. Þú sagðir mér það oft í seinni tíð elsku pabbi minn. Blessi sál þína. Þú varst svo fallegur og einlægur í seinni tíð. Þú fannst fyrir sorginni í hjartanu þínu. Það var svo fallegt þegar ísinn bráðnaði. Þegar þú hættir að vera reiður. Og frekur. Stjórnsamur og tilætlunarsamur. Því þá varstu bara að loka á tilfinningarnar í hjartanu þínu pabbi minn. Þar var sorg sem þú hleyptir ekki inn. En þú opnaðir á sorgina. Það gerðir þú. Og það var svo fallegt. Ég man eftir því þegar það gerðist. Þú breyttist allur. Þú breyttist í framan. Röddin þín breyttist, líkamsstaðan og fasið. Og þú gast grátið pabbi minn. Elsku pabbi. Þegar ég var barn gastu bara grátið þegar þú varst fullur og það var ekki skemmtilegt. Það var mjög sárt að upplifa það. Og ég hafði ekki skilning á því þá að fullorðið fólk þarf líka að gráta.

Ég er þakklát fyrir að þú hafir hleypt sorginni að og lært að gráta. Elsku pabbi minn. Ég vildi óska að þú hefðir haft styrkinn í að hleypa sorginni í gegn um þig. Unnið úr henni. En ég held að hún hafi bara setið í hjartanu þínu. Ég vildi svo innilega elsku pabbi minn að þú hefðir fundið styrkinn til að halda áfram. Þú varst kominn svo langt elsku pabbi minn. Af hverju þurftir þú að gefast upp núna? Elsku pabbi... Elsku pabbi... Elsku besti pabbi minn. Takk fyrir allt. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst þér, fyrir að hafa verið þess aðnjótandi að hafa sál þína í lífi mínu. Fyrir að hafa fengist að tengjast henni. Þú varst með svo fallega sál. Þú ert svo falleg sál pabbi minn. Einstaklega falleg sál. Nú ert þú í eilífðinni. Og loksins búinn að finna frið. Þú ert líka í hjartanu mínu. Þar sem þú átt heima og hefðir alltaf átt að vera. Ég rak þig þaðan út þegar ég var unglingur en nú ertu kominn aftur heim elsku pabbi minn. Þú ert orðinn hluti af mér. Og þú ert hluti af bræðrum mínum og bræðrum þínum. Ég veit að þú munt ávallt fylgja mér elsku pabbi minn, og vera með mér í einu og öllu. Alveg eins og þegar þú varst á lífi. Ávallt stuðningsríkur. Þó þú hafir ekki alltaf getað sýnt það eða raunverulega verið til staðar. Þá varstu alltaf með í anda elsku pabbi minn.

Ég man þegar þú svafst yfir þig og misstir af tónleikunum mínum sem þú varst búinn að hlakka svo til að sjá elsku pabbi. Þú varst búinn að spyrja mig aftur og aftur hvenar þeir væru aftur. Þú hafðir áhyggjur af að þú myndir missa af þeim held ég. Þá varstu ofurseldur veikindum þínum. Og þú varst svo eyðilaggður. Og auðvitað fannst mér það sárt elsku pabbi minn. Þetta voru fyrstu sólótónleikarnir mínir. Elsku pabbi, þú varst svo stolltu af mér ég man svo vel eftir því. Þú auglýstir þetta á facebook og sagðir öllum hvað þú varst nú stolltur af dóttur þinni elsku pabbi. Það er svo fallegt hvað þú varst stoltur af okkur elsku pabbi og vildir okkur vel. En ég skildi þegar hér kom við sögu að þú vildir auðvitað koma. Mér fannst það sárt að þú værir svona veikur að þú hefðir ekki tök á því að koma, vissulega. En mér þótti óendanlega vænt um að heyra hvað þér þótti leiðinlegt að missa af þeim elsku pabbi minn. Og ég vildi alls ekki að þér liði illa yfir því elsku pabbi minn. En ég held að þú hafir líka alveg skilið það að ég væri ekki sár eða reið út í þig elsku pabbi minn.

Og þú komst á næstu tónleika. Með vinkonu þína meira að segja. Það þótti mér óendanlega vænt um elsku pabbi minn. Og þú alveg geislaðir eftir þá, þú varst svo ánægður með þetta. Og að ég skildi hafa sungið lagið "ó pabbi minn". En hvað ég er fegin núna að ég hafi gert það og þú hafir orðið svona snortinn af að heyra það. Elsku pabbi minn.

Ég elska þig ávallt. Mér þykir mjög leitt að hafa ekki getað veitt þér meiri kærleika, stuðning, og gefið þér meira pláss í lífi mínu og hjarta. Ég hleypti þér inn í hjartað mitt fyrir nokkrum mánuðum síðan og það var svo góð tilfinning. En ég átti erfiðara með að hleypa þér inn í líf mitt. Ég var orðin svo vön því að vera með lokað á þig. Það var erfitt að opna. Ég vissi að það var að koma elsku pabbi minn. Ég var meira að segja búin að ákveða að ég ætlaði að fara í göngutúr með þér í kring um tjörnina í miðbænum og gefa öndunum. Eins og þegar við vorum börn elsku pabbi minn. Við krakkarnir höfðum alltaf svo gaman að því að fara að gefa öndunum elsku pabbi. En ég var of sein. Ég var of upptekin af eigin lífi, eigin baráttum, eigin vanlíðan. Ég sé eftir því elsku pabbi minn. Ég vildi að ég hefði hringt í þig fyrir 3 vkum síðan þegar ég fékk þessa hugmynd í stað þess að bíða betri tíma. Í rauninni af því ég var hrædd. Hrædd við að hleypa þér inn í líf mitt. Líklega af því ég var svo hrædd um að þú myndir bregðast mér aftur. Það var það sem sagan sagði mér að gerðist. Já. þannig er það. Elsku pabbi minn, ég sé eftir því já. En nú verð ég bara að fara með bræðrum mínum og minnast þín. Gefa öndunum og minnast þín. Leyfa þér að vera með okkur í anda. Og ég veit að þú verður það elsku pabbi minn, því þú ert innra með okkur öllum elsku besti pabbinn minn.

 

Takk fyrir allar fallegu minningarnar sem þú gafst mér. Ég er þakklát fyrir að síðustu vikur og mánuði hef ég hleypt þessum fallegu minningum og tilfinningum fram. Ástinni sem ég bar til þín sem barn. Einföldu, hreinu ástinni, áður en þú særðir mig. þar vil ég vera. Ég vil muna eftir ástinni. Ástinni sem þú gafst mér elsku pabbi minn. Og ástinni sem ég gaf þér. Þetta var falleg samband milli okkar. Það varð rof á sambandinu og ástinni en hún var þarna alltaf undir niðri. Ég er svo þakklát fyrir að hafa opnað á þetta áður en þþu kvaddir elsku pabbi minn. Elsku pabbi.

 

Takk fyrir að hjálpa mér með stærðfræði og íslensku. Og tónfræði. og takk fyrir að kenna mér á gítar. Takk fyrir að spila á gítar og syngja jólalög með okkur þegar við vorum krakkar. Takk fyrir að spila fyrir okkur barnaplötur með tónlist, pétur og úlfinn og brúðubílinn. og takk fyrir að kynna okkur fyrir fantasíu. Og takk fyrir að spila klassíska tónlist á kvöldin þegar ég gat ekki sofnað. Takk innilega fyrir það. og þér ótti svo vænt um það líka að geta hjálpað mér svona. Það er svo fallegt elsku pabbi. Takk fyrir það elsku pabbi minn.

 

Yndislega sál, hvíldu í friði <3

Ég hlakka til að hitta þig aftur einhverntíma og þá án alls kjaftæðisins <3 bara tvær sálir <3 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband